Allir kátir í Wrocław

04.nóv.2015

wroclaw_nov15

Health hópurinn á turni Wrocławski háskólans í Wrocław.

Heldur var nú “Health” hópurinn orðinn lúinn þegar hann kom til Wroclaw undir morgun síðasta mánudag. Lagt var af stað til Keflavíkur fyrir hádegi á sunnudag og tók það ríflega 18 klukkustundir að ná áfangastað. Á flugvellinum í Berlín var ein ferðataskan tekin í misgripum og var það heilmikið vesen að endurheimta töskuna. Hún var þó komin til eigandans hér í Wroclaw um sólarhring síðar. Sá sem tók töskuna í misgripum mátti keyra um 1000 kílómetra til að koma töskunni til skila og nálgast sinn farangur. Það er nú eins gott að skoða vel hvort að farangurinn sé réttur.
Hér er nóg að gera. Strax á mánudag héldu íslensku krakkarnir kynningarnar sínar og tókst það ljómandi vel. Eftir kynningarnar var farið í Sky tower sem er hæsta bygging í Póllandi og svo síðar í heimsókn í ráðhús borgarinnar. Í gær, þriðjudag lærðu nemendur pólskan þjóðdans, fóru í heimsókn í háskóla (Uniwersytet Wrocławski) og röltu um miðbæinn með leiðsögn þar sem við fræddumst heilmikið svo eitthvað sé nefnt.
Í dag miðvikudag var svo vinnudagur í skólanum þar sem var m.a. skyndihjálparnámskeið, verkefnavinna og körfuboltaleikur. Á morgun er svo dagsferð í Góry Stołowe þjóðgarðinn.
Nánar má lesa um ferðir hópsins á http://health.fas.is/ en við reynum að uppfæra síðuna reglulega.

Aðrar fréttir

Þorramatur á bóndadegi

Þorramatur á bóndadegi

Í dag er bóndadagur en það er fyrsti dagurinn í Þorra sem er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Bóndadagur er alltaf í 13. viku vetrar og ber ætíð upp á föstudag og eins og nafnið ber með sér er dagurinn helgaður körlum landsins á öllum aldri. Í gegnum...

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...