Select Page

Miðannarviðtöl og námið framundan

16.okt.2015

Birkir og Halldór í íslenskutíma hjá Agnesi. Í síðustu viku fóru fram miðannarviðtöl í FAS en þá hitta nemendur kennara sína og þeir fara saman yfir stöðu mála. Í flestum áföngum er gefið miðannarmat. Þar er hægt að fá þrjár einkunnir; G sem bendir til að nemandi sé í góðum málum, V sem segir að allt sé í lagi en samt hægt að bæta sig. Þriðja einkunnin er O sem stendur fyrir óviðunandi. Þá vísbendingu ber að taka alvarlega og ef ekki verður breyting til batnaðar gæti svo farið að nemandi standist ekki áfangann í lokamati. Þessa vikuna hafa nemendur sem eru yngri en 18 ára og forráðamenn þeirra fengið sent heim bréf með miðannarmatinu. Fái einhver nemandi tvö O eða fleiri er jafnan boðað til viðtals og reynt að finna út hvernig bæta megi árangurinn.

Þegar önnin er hálfnuð er orðið tímabært að fara að huga að vali fyrir næstu önn og skipuleggja nám sitt í skólanum. Í morgun var námsval við skólann kynnt og hvaða möguleika hver og einn hefur til að stunda það nám sem hann hefur valið sér eða hefur áhuga á. Næstu daga og vikur koma nemendur og hitta umsjónarkennara sína til að skipuleggja námið. Því fyrr sem skipulagið liggur fyrir því betra.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...