Á leið á slóðir Kristjáns fjórða

07.okt.2015

danmerkurfararFimmtudaginn 8. október leggja nemendur í áfanganum DANS2SS05 af stað áleiðis til Kaupmannahafnar ásamt Guðmundi Inga kennara.
Það sem af er vetri hafa nemendur í áfanganum unnið að verkefnum sem tengjast ævi og störfum Kristjáns fjórða Danakonungs og þeim byggingum sem hann lét reisa. En hann er sá konungur sem lét sér hvað mest málefni Íslands varða. Í vinnunni í vetur hafa nemendur jafnframt kynnt sér venjur og siði dansks samfélags á valdatíma konungs.
Hópurinn flýgur utan á föstudagsmorgun og hans bíður þéttskipuð dagskrá þar sem skoðaðar verða margar af helstu byggingum og söfnum sem tengjast sögu Kristjáns fjórða. Auk þess að feta slóðir konungs ætlar hópurinn að rölta eftir Strikinu og á laugardagskvöldið er ætlunin að bregða sér í Tívolíið og athuga hvernig tækin virka þar.
Hópurinn er væntanlegur til landsins á mánudagskvöld og nemendur mæta reynslunni ríkari í skólann á þriðjudag.

Aðrar fréttir

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar í FAS hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Í máli skólameistara kom fram að reynt verði eftir fremsta megni að hafa skólastarf sem eðlilegast þó að mikið sé um smit af völdum kórónuveirunnar núna. Jafnframt minnti hann á mikilvægi þess...