mindfulnessÞessa vikuna hefur Bryndís Jóna Jónsdóttir kennari í núvitund verið hjá okkur í FAS. Hún hefur verið með námskeið fyrir krakkana sem taka þátt í nýja samstarfsverkefninu “Your health is your wealth” sem er styrkt af Erasmus plus.
Bryndís hefur farið með krökkunum í gegnum námsefni sem kallast .b en það stendur fyrir stop, breath and be. Það er breskt námsefni þar sem nemendur fá tækifæri til að staldra við og gefa gaum að líðandi stundu, eigin líðan og hvernig megi takast á við áskoranir daglegs lífs.
Þetta námskeið er eitt af mörgum verkefnum sem krakkarnir takast á við. Um þessar mundir eru þau að eignast pennavini sem þau munu búa hjá þegar farið verður í heimsókn í skólann sem er í borginni Wroclaw í Póllandi. Íslensku krakkarnir fara utan í byrjun nóvember og dvelja í eina viku ytra og munu taka þátt í fjölbreyttri verkefnavinnu.
Meðfylgjandi mynd var tekin á námskeiðinu í dag. Þar áttu nemendur að ganga og veita því fulla athygli. Einfalt atriði eins og að ganga getur krafist ótrúlega mikillar einbeitingar.