Select Page

Staldraðu við og vertu….

29.sep.2015

mindfulnessÞessa vikuna hefur Bryndís Jóna Jónsdóttir kennari í núvitund verið hjá okkur í FAS. Hún hefur verið með námskeið fyrir krakkana sem taka þátt í nýja samstarfsverkefninu “Your health is your wealth” sem er styrkt af Erasmus plus.
Bryndís hefur farið með krökkunum í gegnum námsefni sem kallast .b en það stendur fyrir stop, breath and be. Það er breskt námsefni þar sem nemendur fá tækifæri til að staldra við og gefa gaum að líðandi stundu, eigin líðan og hvernig megi takast á við áskoranir daglegs lífs.
Þetta námskeið er eitt af mörgum verkefnum sem krakkarnir takast á við. Um þessar mundir eru þau að eignast pennavini sem þau munu búa hjá þegar farið verður í heimsókn í skólann sem er í borginni Wroclaw í Póllandi. Íslensku krakkarnir fara utan í byrjun nóvember og dvelja í eina viku ytra og munu taka þátt í fjölbreyttri verkefnavinnu.
Meðfylgjandi mynd var tekin á námskeiðinu í dag. Þar áttu nemendur að ganga og veita því fulla athygli. Einfalt atriði eins og að ganga getur krafist ótrúlega mikillar einbeitingar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...