Select Page

Margt er okkur hulið

23.sep.2015

smasjaEinn þeirra áfanga sem er kenndur á haustönninni er Inngangur að náttúruvísindum. Þar er mikil áhersla lögð á að skoða umhverfið, hvað býr í því og tengja við námið.
Síðustu daga hafa nemendur verið að rifja upp líffræði og skoða smæstu einingar lífsins og rifja upp um leið hugtök eins og einfrumungar og fjölfrumungar.
Á mánudag fór hópurinn út til að ná í sýni. Annars vegar var farið í Óslandstjörnina þar sem svokallaður svifháfur var notaður til veiða. Hins vegar var tekið jarðvegssýni og sett upp nokkurs konar gildra til að veiða þau dýr sem þar leynast.
Í gær og í dag hafa nemendur athugað aflann og reynt að greina einstakar tegundir með hjálp greiningarlykla. Það má með sanni segja að mörgum hafi komið á óvart hversu mikið af litlum lífverum er í umhverfi okkar. Fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu FAS.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...