Margt er okkur hulið

23.sep.2015

smasjaEinn þeirra áfanga sem er kenndur á haustönninni er Inngangur að náttúruvísindum. Þar er mikil áhersla lögð á að skoða umhverfið, hvað býr í því og tengja við námið.
Síðustu daga hafa nemendur verið að rifja upp líffræði og skoða smæstu einingar lífsins og rifja upp um leið hugtök eins og einfrumungar og fjölfrumungar.
Á mánudag fór hópurinn út til að ná í sýni. Annars vegar var farið í Óslandstjörnina þar sem svokallaður svifháfur var notaður til veiða. Hins vegar var tekið jarðvegssýni og sett upp nokkurs konar gildra til að veiða þau dýr sem þar leynast.
Í gær og í dag hafa nemendur athugað aflann og reynt að greina einstakar tegundir með hjálp greiningarlykla. Það má með sanni segja að mörgum hafi komið á óvart hversu mikið af litlum lífverum er í umhverfi okkar. Fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu FAS.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...