Select Page

Fyrirlestur um geðheilbrigði

09.sep.2015

birgir_hamÍ dag kom til okkar góður gestur í FAS en það var Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur sveitarfélagsins. Í fyrravor var lögð fyrir könnun um líðan á meðal nemenda og niðurstöður þeirrar könnunar gáfu tilefni til þess að gefa þyrfti betur gaum að líðan nemenda.
Birgir  hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk um það hvernig þekkja megi einkenni kvíða og þunglyndis og bregðast við. Í máli hans kom fram að um það bil 40% finni einhvern tímann á lífsleiðinni fyrir depurð eða kvíða sem getur þróast yfir í þunglyndi. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin og vita hvernig hægt er að nálgast hjálp. FAS býður þeim nemendum sem telja sig þurfa á aðstoð að halda upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð en það kom einmitt fram í máli Birgis. Þeir sem telja sér hag af slíku námskeiði eru hvattir til að hafa samband við Margréti Gauju námsráðgjafa sem fyrst.
Undanfarin ár hefur FAS tekið þátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli þar sem hefur verið fjallað um mikilvægi hreyfingar, næringar, geðræktar og lífsstíls til að líða sem best og þar með að ná árangri. Þessi fyrirlestur er liður í því verkefni. Við þökkum Birgi kærlega fyrir gott og þarft innlegg.

Aðrar fréttir

Skiptibókamarkaður hjá Menningarmiðstöðinni

Skiptibókamarkaður hjá Menningarmiðstöðinni

Það getur verið nokkur kostnaður í því að kaupa bækur og margir eiga námsbækur sem þeir þurfa ekki að nota lengur. Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur fyrir skiptibókamarkaði á bókasafninu þar sem hægt er að koma með slíkar bækur. Nánari upplýsingar er að finna á...

Skólabyrjun á haustönn

Skólabyrjun á haustönn

Nú er heldur betur farið að styttast í að skólastarf haustannarinnar hefjist. Skólinn verður settur fimmtudaginn 18. ágúst í fyrirlestrasal Nýheima klukkan 10. Í kjölfarið verða svo fundir með umsjónarkennurum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 19. ágúst....

Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari FAS

Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari FAS

Nú er orðið ljóst að Lind okkar í FAS hefur verið skipuð skólameistari til næstu fimm ára. Það var orðið langþráð fyrir okkur starfsfólk og nemendur að fá að vita hver myndi gegna þessu embætti. Við bjóðum Lind hjartanlega velkomna í starfið og hlökkum til samvinnu á...