Í dag fengu nemendur á öllum aldri að kynnast margs konar vísindum með lifandi og skemmtilegum hætti á Vísindatorgi í Nýheimum. Þetta er verkefni á vegum Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi í samvinnu við Háskóla Íslands og nefnist Menntalest Suðurlands. Allir framhaldsskólarnir á Suðurlandi verða heimsóttir með þessum hætti á næstu vikum.
Útskrift úr fjallamennskunámi FAS
Í dag fór fram útskrift í fjallamennskunáminu í FAS. Af fyrsta ári útskrifuðust 24 nemendur og tveir af öðru ári. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur útskriftast af öðru ári.Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim jafnframt...