Fjallamennskubraut

Lýsing á braut

Fjallamennskubraut lýkur með framhaldsskólaprófi og námslok af brautinni eru á 2. hæfniþrepi. Námi á brautinni er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið veitir ekki formleg réttindi en á að gera nemendur færari um að skipuleggja ferðir um fjalllendi og óbyggðir og veita grunnþjálfun í að meta vettvang og velja úrræði við ólíkar aðstæður. Námið er hugsað sem fyrsta skref í fjallamennskunámi sem hægt verður að byggja ofan á með áframhaldandi námi og meiri þjálfun. Fjallamennskubraut er 90 einingar og miðað við að henni sé hægt að ljúka á tveimur árum. Kjarni brautar er 30 einingar og í honum eru almennar greinar í framhaldsskóla. Sérgreinar brautarinnar eru alls 60 einingar og geta einnig verið hluti af stúdentsprófi. Að loknu námi eiga nemendur að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar.

Kjarni • 30 einingar
Íslenska ÍSLE 2GO05 eða 2NH05 5 ein.
Val nemanda og skóla 25 ein.

 

Sérhæfing • 60 einingar

 

Fjallamennska FJAL 1AA121BT132DF122EF132FE10 60 ein.

 

Alls 90 einingar

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að hafa lokið grunnskóla eða sambærilegri menntun.

Skipulag

Miðað er við að nemendur geti hafið nám á brautinni eftir lok grunnskóla. Kjarni er samtals 30 einingar. Sérgreinar brautarinnar eru skipulagðar sem 5 áfangar sem hægt er að ljúka á tveimur námsárum (4 önnum). Viðfangsefnin í sérgeinum skiptist í bóklegt nám, verklegt útinám, ferðir á eigin vegum, skyndihjálp, hópstjórnun og vettvangskynningar. Nemendur skipuleggja og undirbúa í fyrstunni stuttar ferðir og þær lengjast og taka til fleiri þátta eftir því sem líður á námið. Nemendur eru þjálfaðir í að skilja hvað skiptir mestu máli til að útivist í óbyggðum verði eins örugg og ánægjuleg og unnt er. Góð umgengni um landið og virðing fyrir náttúrunni eru höfð í fyrirrúmi í öllu skipulagi og framkvæmd. Lokaferð er farin við lok námsins á 4. önn þar sem þjálfun fæst í öllum helstu þáttum sérgeina fjallamennskunámsins og kennari metur frammistöðu nemenda á vettvangi. Megin áherslan er á nám og kennslu úti í náttúrunni þar sem nemendur takast á við raunverulegar aðstæður. Kennsla sérgreina og námsmat mótast af þessu. Gert er ráð fyrir fáum nemendum á hvern kennara í verklegu námi og nemendur þjálfaðir frá byrjun við að meta eigin frammistöðu og hæfni.

Námslok fjallamennskubrautar eru á hæfniþrepi 2. Val nemenda á áföngum í kjarna skal því miðast við að í lok náms verði 25-50% (23-46 einingar) á hæfniþrepi 1, 50-75% (46-69 einingar) á hæfniþrepi 2 og á hæfniþrepi 3 verði að hámarki 10 einingar.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að

  • skipuleggja og undirbúa ferðir um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi.
  • taka á virkan og ábyrgan hátt þátt í fjalla- og óbyggðaferðum.
  • stunda áframhaldandi nám í útivist og fjallamennsku.
  • velja sér markvissa þjálfun byggða á traustum grunni.