haus139.jpg
Forsíða
Námsframboð
Haustönn 2014
Innritun
Um skólann
Leit
Fréttir
Myndasafn
Samstarfsverkefni
Annáll FAS
Nemendafélag FAS
Vísindadagar
Nám til framtíðar
Vefpóstur | Inna fyrir kennara | Inna fyrir nemendur | Kennsluvefur | Fjarmenntaskólinn | Náttúrurannsóknir
Forsíða
Fundur fyrir foreldra nemenda í FAS
miðvikudagur, 01. október 2014
fas_logoMánudaginn 13. október kl: 20:00 verður kynningarfundur með forráðarmönnum nemenda FAS í Nýheimum þar sem farið verður yfir veturinn framundan.

Dagskráin er eftirfarandi:

1. Zophonías Torfason skólameistari býður foreldra velkomna og fer yfir starf vetrarins.
2. Margrét Gauja Magnúsdóttir, námsráðgjafi kynnnir stoðþjónustu og forvarnarstarf í FAS.
3. Selma Hrönn Hauksdóttir félagsmálafulltrúi og Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, forseti nemendafélags FAS fara yfir félagsstarf vetrarins.
4. Kosið í foreldraráð FAS.

Allir foreldrar og forráðamenn hvattir til að mæta og styðja við nemendur og skólann í starfi.
Fréttir úr félagslífinu
föstudagur, 26. september 2014

Þrautabraut nýnema í FAS. Líkt og undanfarin ár er klúbbastarf þungamiðja í félagsstarfi nemenda. Nú á haustönn eru fimm klúbbar starfandi en þeir eru: fjölmiðlaklúbbur, íþróttaklúbbur, ljósmyndaklúbbur, tónlistarklúbbur og viðburðaklúbbur. Hver klúbbur hittist einu sinni í viku þar sem fólk spjallar saman og skipuleggur viðburði. Ætlast er til að hver klúbbur skili af sér a.m.k. einum viðburði eða afurð á hverri önn.  Þá hefur hver klúbbur formann en þeir ásamt forsetum nemendafélagsins hittast einu sinni í viku með Selmu Hrönn sem hefur umsjón með félagslífi nemenda.
Fyrsti viðburðurinn var vígsla nýnema í skólann en þar leggja nemendafélagið og skólinn áherslu á að nýnemar hafi val um það hvort þeir taki þátt. Eins að reynslan af vígslunni sé sem jákvæðust. Í fyrstu viku september var nýnemakvöld þar sem brugðið var á leik með nýjustu nemendunum. Síðar í þeirri viku var ball í Sindrabæ.
Á næstunni ætlar tónlistarhópur að halda tónleika í hádeginu í kaffiteríunni í Nýheimum, ljósmyndaklúbburinn mun setja upp sýningu síðar á önninni, viðburðaklúbburinn ætlar að halda "pub-quiz"og fjölmiðlahópur vinnur að árbók sem ætlunin er að gefa út á næstu vorönn.
Eins og sjá má er nóg um að vera enda er góð þátttaka forsenda þess að félagslífið blómstri. 

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu | Nýheimum | 780 Höfn | Sími 470 8070 | Fax 470 8071 | fas@fas.is