haus56.jpg
Forsíða
Námsframboð
Haustönn 2014
Vorönn 2015
Innritun
Um skólann
Leit
Fréttir
Myndasafn
Samstarfsverkefni
Annáll FAS
Nemendafélag FAS
Vísindadagar
Nám til framtíðar
Vefpóstur | Inna fyrir kennara | Inna fyrir nemendur | Kennsluvefur | Fjarmenntaskólinn | Náttúrurannsóknir
Forsíða
Söngkeppni FAS
fimmtudagur, 20. nóvember 2014
Söngkeppni FAS. Það er aldeilis mikið framundan hjá nemendum í FAS en á morgun fer fram undankeppni í söngkeppni framhaldsskólanna. Viðburðaklúbburinn hefur veg og vanda að undirbúningi keppninnar og síðustu dagar hafa verið notaðir til að útbúa skreytingar og skipuleggja keppnina og að sjálfsögðu hafa keppendur æft stíft. Meðfylgjandi mynd er ein af hugmyndunum til að vekja athygli nemenda á söngkeppninni og vísar um leið í þema ballsins.
Undankeppnin verður í Sindrabæ og hefst klukkan 20:00. Fjórir nemendur hafa skráð sig til þátttöku og undirleikarar í flestum tilfellum koma úr tónlistarklúbbi skólans. Dómarar eru vel þekktir í tónlistarlífi í sveitarfélaginu. Á milli atriða verður einnig boðið upp á skemmtiatriði.
Allir eru velkomnir á söngkeppnina og er aðgangseyrir 1500 krónur. Gert er ráð fyrir að keppninni sé lokið um tíuleytið. Þá verður boðið upp á pizzur fyrir nemendur. Um klukkan 11 verður síðan stiginn dans. Það er hin víðfræga Sigrún Skafta sem mun sjá um að trylla lýðinn. 
Við vonumst til að sjá sem flesta á keppninni á morgun og hafa gaman saman. 
Fjölbreytni í FAS
miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Jafningjafræðsla í FAS. Þó að FAS sé einn af minni framhaldsskólum landsins er starfsemin þar ótrúlega fjölbreytt og oft má sjá að fengist er við ólík viðfangsefni. Um nýliðna helgi var t.d. í gangi nám í vélstjórnargreinum og fjallamennsku. Margrét Gauja námsráðgjafi er með námskeið í jafningjafræðslu og er það á miðvikudögum og laugardögum. Jafningjafræðsluverkefnið er á vegum Nýheima og er í raun afsprengi ferðar starfsmanna Nýheima og bæjarstjórnarfólks til Söderhamn vorið 2012. Meðfylgjandi mynd er tekin í jafningafræðslunni á laugardag.
Síðustu dagar októbermánaðar voru helgaðir vísindum og þá fengust nemendur við mörg ólík verkefni s.s. íslensk orð, eldgos og breytingar af völdum jökla.
En það kemur líka oft fyrir að sambýlingar FAS í Nýheimum nýti aðstöðuna í skólanum. Fyrir stuttu voru starfsmenn á Náttúrustofu Suðausturlands að skoða hvað hafði komið í fiðrildagildrur í sumar. Þeim til halds og trausts var sjálfur Háldán Björnsson sem er án efa hvað fróðastur um alls kyns smáar lífverur. Í miðjum klíðum fengum við að forvitnast aðeins um fiðrildagreininguna og sjá má afraksturinn hér
Í lokin er vert að minnast á að oft er hægt að sjá myndir af atburðum líðandi stundar á fésbókarsíðu skólans.

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu | Nýheimum | 780 Höfn | Sími 470 8070 | Fax 470 8071 | fas@fas.is