haus76.jpg
Forsíða
Námsframboð
Haustönn 2014
Vorönn 2015
Innritun
Um skólann
Leit
Fréttir
Myndasafn
Samstarfsverkefni
Annáll FAS
Nemendafélag FAS
Vísindadagar
Nám til framtíðar
Vefpóstur | Inna fyrir kennara | Inna fyrir nemendur | Kennsluvefur | Fjarmenntaskólinn | Náttúrurannsóknir
Forsíða
Ísklifur og sprungubjörgun
föstudagur, 31. október 2014

Þrep meitluð í ís. Föstudaginn 24. október fór nemendur í fjallamennsku í Skaftafell á nokkura daga námskeið. Tilgangur ferðarinnar var að kenna nemendum undirstöðuatriði leiðsagnar á jökli og sprungubjörgun. Að sjálfsögðu er það alltaf besta námið að prófa hlutina sjálfur og var megninu af tímanum varið utandyra.
Í fyrstu var kennt hvernig eigi að nota brodda til að ganga á jökli. Þá var farið í hvernig eigi að nota línur til að tryggja öryggi eða koma fólki til hjálpar. All mikill tími fór í að skoða hvernig eigi að bjarga fólki úr sprungum. Mánudaginn 27. okótber var svo farið í göngu inn á Svínafellsjökul. Sú ganga varð þó ekki eins löng og upphaflega var gert ráð fyrir því gosmengun frá gosinu í Holuhrauni var það mikil að ekki var ráðlegt að vera lengi úti.
Þátttakendur voru afar ánægðir með námskeiðið og fannst það lærdómsríkt. Þá voru þeir ekki síður sáttir með veðrið sem lék við þá allan tímann. Næsta lota hjá nemendum í fjallaleiðsögn verður helgina 7. - 9. nóvember í FAS þar sem bergfræði, gróður og líffræði eru á dagskrá. 

Vísindadagar í FAS
fimmtudagur, 30. október 2014
Upplýsingar um eldgos. Núna standa yfir vísindadagar í FAS. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að þegar nokkuð væri liðið á haustönnina væri ágætt að leggja bækurnar til hliðar í fáeina daga og fást við eitthvað annað. Við gerð nýrrar námskrár var ákveðið að þátttaka í vísindadögum væri hluti af námi nemenda.
Vísindadagar standa yfir í þrjá daga. Fyrsta daginn velja nemendur sér viðfangsefni og byrja að afla gagna. Annan daginn er unnið úr gögnum. Þriðja og síðasta daginn ljúka nemendur við verkefnin. Jafnframt þarf að sjá til þess að efni verði aðgengilegt á vef skólans.
Hóparnir sem starfa núna eru fimm og verkefnin eru mjög mismunandi. Einn hópurinn vinnur úr könnun sem var lögð fyrir nemendur skólans í síðustu viku. Annar hópur skoðar íslensk orð og reynir að leggja mat á fegurð orða. Þriðji hópurinn veltir fyrir sér mismunandi trúarbrögðum. Fjórði hópurinn skoðar hvernig jöklar í nágrenninu hafa þynnst. Fimmti og síðasti hópurinn skoðar eldgos bæði frá jarðfræðilegu og sagnfræðilegu sjónarhorni.
Hóparnir verða með kynningu í kaffiteríu Nýheima á morgun föstudag klukkan 12:10 og í kjölfarið gefst tækifæri til að skoða afrakstur vinnunnar síðustu daga. Sýningin verður opin til klukkan tvö.
Allir eru velkomnir og hvattir til að líta á fjölbreytt verkefni. 
Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu | Nýheimum | 780 Höfn | Sími 470 8070 | Fax 470 8071 | fas@fas.is