haus219.jpg
Forsíða
Námsframboð
Vorönn 2015
Innritun
Um skólann
Leit
Fréttir
Myndasafn
Samstarfsverkefni
Annáll FAS
Nemendafélag FAS
Vísindadagar
Nám til framtíðar
Vefpóstur | Inna fyrir kennara | Inna fyrir nemendur | Kennsluvefur | Fjarmenntaskólinn | Náttúrurannsóknir
Forsíða
Samtökin 78 með kynningarfund
föstudagur, 06. mars 2015
Ugla Stefanía JónsdóttirSíðustu daga hefur Ugla Stefanía Jónsdóttir frá Samtökunum 78 verið í heimsókn á Höfn og haldið kynningarfundi fyrir ungt fólk og þá sem starfa með ungu fólki. En Samtökin 78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Eitt að megin markmiðum samtakanna er að hinsegin fólk verði viðurkennt í samfélaginu og njóti sömu réttinda og aðrir. Þá eru Samtökin 78 með fræðslu og ráðgjöf fyrir þá sem til þeirra leita.
Í gær hélt Ugla fræðslufund fyrir nemendur í FAS. Þar byrjaði hún að fjalla um kynhneigð og að hún geti verið ólík meðal einstaklinga. Því næst sagði hún frá þeim mörgu og ólíku hópum sem tilheyra samtökunum. Á fundinum var einnig fjallað um fordóma og lagalega stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Þar kom fram að réttindamál hinsegin fólk eru komin vel á veg á Íslandi miðað við mörg önnur lönd. 
Krakkarnir sýndu fyrirlestri Uglu mikinn áhuga og spurðu mikið og hún svaraði greiðlega. Við þökkum Uglu kærlega fyrir komuna og fræðsluna. 
Önnin senn hálfnuð
föstudagur, 27. febrúar 2015

Í sálfræðitíma í FAS. Það má með sanni segja að tíminn fljúgi áfram því nú er að koma að hálfleik í skólastarfi vorannar. Þessa vikuna hafa staðið yfir miðannarviðtöl í skólanum en þá hittir nemandi kennara í sínum greinum. Saman fara þeir yfir stöðu mála í áfanganum og athuga hvar og hvernig sé hægt að bæta ef þörf er á. Miðannarviðtöl hafa verið við lýði í FAS um langt skeið og hafa fyrir löngu sýnt fram á ágæti sitt. Niðurstöður miðannarviðtala eru sendar heim til nemenda sem eru yngri en 18 ára og er sá póstur væntanlegur á næstunni.
Það hefur verið mikið um að vera hjá nemendum undanfarnar vikur. Þar bera hæst árshátíð skólans og sýningar á leikritinu Love me do sem er hreint út sagt frábær. Síðustu sýningar á leikritinu eru framundan og þeir sem eiga enn eftir að fara eru hvattir til að drífa sig og eiga skemmtilega kvöldstund með krökkunum.
En þó undanfarnar vikur hafi verið viðburðaríkar er margt spennandi framundan s.s. söngkeppni framhaldsskólanna og námsferð til Tríer seinni hluta mars.
Þó að það sem mikið að gerast utan skólans heldur lífið líka áfram í skólastofunum. Meðfylgjandi mynd var tekin í sálfræðitíma í morgun en þar var m.a. verið að velta fyrir sér hversu girnilegur fjólublár matur væri. 

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu | Nýheimum | 780 Höfn | Sími 470 8070 | Fax 470 8071 | fas@fas.is